Hvern Er Tom Hardy Að Kyssa Í Þessari Peta Auglýsingu? Hundinn Sinn!

29 apríl 2015

Aðalstjarna kvikmyndarinnar Mad Max og ættleiddi hundurinn hans deila aðalhlutverki í herferð til stuðnings ættleiðinga

Reykjavík – Við tökur kvikmyndarinnar Lawless í Atlanta sá Tom Hardy heimilislausann hund hlaupandi um götur borgarinnar og ákvað að gera eitthvað í málunum – hann náði hundinum, byrjaði að kalla hann Woodstock (eða “Woody”) og endaði með að flytja með hann á heimili sitt í London. Með neðangreindri auglýsingu hvetur Hardy aðra til að finna sýna eigin “aðdáendur” með því að ættleiða heimilislausan hund.

Hægt er að horfa á myndbandið með hærri gæðum hér.

“Fyrir mér er hundur hjarta fjölskyldunnar á margan hátt” sagði Hardy við blaðið New York í haust. “Hundar eru svo mikilvægir, vegna þeirra skilyrðislausu ástar… Ef það er hundur á heimilinu, og ef hundurinn er hamingjusamur… þá veistu að þú býrð á hamingjusömu heimili.”

Það eru ekki allir hundar jafn heppnir og Woody.  Á heimsvísu leggja milljónir hunda og katta leiðir sínar til dýraathvarfa á ári hverju, og mörg þessara dýra enda með því að vera svæfð vegna þess að það var ekki hægt að finna heimili fyrir þau. Enn fleiri enda á götunni þar sem þau svelta, frjósa, verða fyrir bílum og verða fyrir ofbeldi. Það er þess vegna sem Hardy og PETA – sem hafa það fyrir mótto að “dýr eru ekki okkar til að misnota á neinn hátt” – eru að hvetja umhyggjusamt fólk til að ættleiða frá dýraathvörfum og hætta að kaupa dýr frá ræktendum og dýrabúðum, sem gerir ekkert nema stuðla enn frekar að þessu hræðilega offjölgunarvandamáli.

Hardy er ekki eini frægi vinur Woodstock. Vegan leikkonan, og Lawless meðleikari Jessica Chastain hjálpaði Hardy þegar hann fann Woody og móðir hennar hjálpaði með að annast hann þangað til hann mátti flytjast til Bretlands.

Tom Hardy er partur af sístækkandi lista af stjörnum – sem og Anjelica Huston, P!nk, Charlize Theron, Joaquin Phoenix, og Eva Mendes – sem hafa tekið höndum saman með PETA til að koma á framfæri og stuðla að velferð dýra.

Til að leita frekari upplýsinga, leitið til PETA.org.uk.