Íslensk Kjöt Krísa Kallar Á Róttækileg Vegan Auglýsingaskilti

9 maí 2015

PETA auglýsingin undirstrikar að dýralæknar séu ekki nauðsynlegir til þess að njóta grænmetis.

Reykjavík – PETA eru í samningaviðræðum við innlenda auglýsendur til að setja upp þenkjandi auglýsingaskilti í Reykjavík sem svar við “kjötkrísunni” á Íslandi. PETA – sem mun flagga auglýsingu sem að undirstrikar þá staðreynd, að “grænmeti hefur ekki þörf á dýralæknum” og að það séu mjög margar ljúffengar vegan máltíðir í boði – eru að vonast til þess að eitthvað gott komi útúr verkfallinu hjá dýralæknum sem neita að framkvæma heilsufarsskoðanir í sláturhúsum og kjötvinnslustöðvum.

Markmið hópsins er að sýna fram á að með því að skipta yfir í vegan mataræði þá geti fólk hafnað ofbeldi kjötiðnaðarins og bjargað fjölda dýra frá óþarfa þjáningu.

“Töfin sem hefur myndast í þessum drápsbransa er góð fyrir fólkið og dýrin”, segir framkvæmdastjóri PETA Mimi Bekhechi. “Vonandi opnar þetta augu fólks fyrir þeirri staðreynd að engin þeirra afurða sem þegar eru aðgengilegar – allt frá belgjurtum og heilkonrna til ávaxta og grænmetis – hafa þörf á dýralækni á staðnum til að vera tínd og unnin og ólíkt milljónum dýra sem eru alin til matar, þurfa ekki að fara öskrandi til dauða síns áður en þeir rata í hillur stórmarkaða.”

Í nútíma verksmiðjubúskap þurfa kjúklingar, svín, naut og önnur dýr að þjást án nokkrar deyfingar og eru bundin allt sitt líf við skítug og þröng skilyrði. Í sláturhúsum eru dýr oft brennd, skinnuð og aflimuð á meðan þau eru enn með meðvitund.

Til að skoða auglýsingaskiltið, smelltu hér. Fyrir frekari upplýsingar og til að nálgast frítt vegan byrjendasett, smelltu hér eða heimsækið PETA.org.uk.